Team 66 - Lofoten 2010

Sveinn Friðrik Sveinsson - Sissi

Sissi er sannkallaður Jack of all trades, ef til er jaðaríþrótt þá hefur Sissi stundað hana. Virkur björgunarsveitamaður í mörg ár sem hefur marga fjöruna sopið. Er einnig talsvert víðförlari en aðrir leiðangursmenn með klifurferðir til Pakistan, Frakklands, Spánar og Skotlands undir beltinu og skíðaferðir til Khazakstan og Kanada. Hæfileikar Sissa liggja engu síður í frásagnargleði og skrýtlugerð, við treystum á að hann haldi uppi stuðinu í tjaldinu á kvöldin. Þess má geta að þessi leiðangur er brúðkaupsferðin hans Sissa, spurningun er bara upp að hverjum hann hjúfrar sig á björtum síðsumarkvöldum í Lofoten...


 Björgvin Hilmarsson - Bjöggi

Bjöggi er sá eini okkar sem beinlínis lifir og hrærist í fjallamennsku, enda er hann í fullri vinnu hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum. Ískaldar taugar og yirvegað fas hafa aflað honum alþjóðlegrar viðurkenningar sem "the hunky guide". Eða meitlaður kjálkinn og sólskinsbrosið...
Jafnvígur í ís- og klettaklifri, óþreytandi og hræðist ekkert. Hann verður í essinu sínu hátt uppí norsku klettunum. Bjöggi er nýbakaður faðir, eiginmaður og húseigandi sem sýnir hann getur tæklað hið daglega líf af engu síðri krafti en fjöllin.


Skarphéðinn Halldórsson - Skabbi


Skabbi er ég og ég er Skabbi, höfundur þessarar vefbókar. Sprenglærður af síðum bóka en óharðnaður í lífsins skóla. Hef klifrað í rúman áratug þó árangurinn láti stundum á sér standa. Áður hef ég klifrað víðsvegar á Spáni en þetta er metnaðarfyllsti leiðangurinn til þessa. Ég sé um að drífa þennan flokk áfram, nýbökuðum eiginkonum og smábörnum til lítillar gleði. Ég ætlast til mikils af mér á næstu vikum enda lít ég á þennan leiðangur sem mitt hugarfóstur.