Sunday, August 15, 2010

12 tímar í brottför

Loksins er verulega farið að styttast í þetta alltsaman. Í gær gekk einn leiðangurmeðlima, Sissi, í heilagt hjónaband. Við hinir vorum á staðnum til vitnis. Af þessum sökum fær Sissi frest fram á miðvikudag til að skila sér til norður Noregs, við Björgvin leggjum íann á óguðlegum tíma í nótt/fyrramálið.

Síðustu dagar hafa farið í búsla saman dótinu sem við tökum með okkur. Upphaflega var stefnt að því að fara með eitt stórt tjald og nýta sér þá staðreynd að í Noregi mega ferðalangar tjalda hvar sem er utan ræktaðs lands. Þá hefðum við allir getað búið í sama tjaldinu, geymt farangur, étið og sofið. Stóra tjaldið reyndist hinsvegar alltof þungt, þess í stað tökum við tvö minni og léttari tjöld og reynum að finna tjaldstæði með e-i þjónustu.

Rakkurinn er annað áhugavert verkefni. Það er erfitt að vita fyrirfram hvaða dót verður nauðsynlegt og hvaða dót verður ekki notað. Við tókum þá afstöðu að taka fremar aðeins meira með okkur út og finna þar hvað hentar best hverju sinni. Við enduðum með þetta:

2 full BD hnetusett
fullt sett af BD camalottum frá 0.3 upp í 3
aukasett af camelottum frá 0.75 upp í 3
auka eintök af 1 og 2 (3 eintök allt í allt)
lítið sett af Metolius TCUs (stærðir 1-4)
2 X 60m Beal half rope (8.1mm)
1 70m single rope
6 lengjanlegir tvistar
10 stuttir tvistar
6 læstar karabínur
2 prússik bombur
3 langir saumaðir slingar
3 stuttir saumaðir slingar (axlarslingar)
Auka prússikbönd og teip
2 pör af skóm á mann
hjálmar

Þetta er góður slatti og mun meira en hægt verður að bera með sér í einu. Fyrstu dagarnir fara í að slípa þetta niður í e-ð sem hentar svæðinu án þess að vera algert overkill.

Stóra krúxið í þessu öllu saman verður svo að koma öllu þessu dóti úr landi. Flugleiðir segja að hægt sé að tékka inn aukafarangur sem inniheldur "íþróttavörur". Klifur er þar ekki á lista en við ætlum að láta á það reyna að tékka inn aukatösku sem inniheldur allt klifurdótið okkar. Enginn á söluskrifstofu Flugleiða var tilbúinn að segja að klifurdót væru íþróttavörur á sama hátt og golfkylfur eða skíði.

Hvað sem því líður, eftir rétt rúma 12 tíma verðum við Bjöggi að setjast uppí flugvél sem skilar okkur vonandi til Osló. Þaðan fljúgum við svo norður til Evenes sem staðsett er miðja vegu mill Narvíkur og Harstadt. Þar á að bíða okkar nokurra ára gamall Lancer frá Rent-a-Wreck bílaleigunni sem á að flytja okkur landleiðina til Lofoten í gegnum fjöll og yfir firði og sund. Ef allt fer samkvæmt áætlun verðum við að slá upp tjaldbúð á Lofoten annaðkvöld!

4 comments:

  1. Góða ferð guttar!
    Ek mun líta hér við.
    Jón Gauti

    ReplyDelete
  2. Kúl, spennandi. Bíð spenntur eftir fyrsta klifurpistli. Kv, ÓliRaggi

    ReplyDelete
  3. Væri sko til í vera með.

    kv
    Palli

    ReplyDelete
  4. Ég vil sjá myndir af Lancernum!

    ReplyDelete