
Björgvin Hilmarsson - Bjöggi
Bjöggi er sá eini okkar sem beinlínis lifir og hrærist í fjallamennsku, enda er hann í fullri vinnu hjá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum. Ískaldar taugar og yirvegað fas hafa aflað honum alþjóðlegrar viðurkenningar sem "the hunky guide". Eða meitlaður kjálkinn og sólskinsbrosið...
Jafnvígur í ís- og klettaklifri, óþreytandi og hræðist ekkert. Hann verður í essinu sínu hátt uppí norsku klettunum. Bjöggi er nýbakaður faðir, eiginmaður og húseigandi sem sýnir hann getur tæklað hið daglega líf af engu síðri krafti en fjöllin.
Skarphéðinn Halldórsson - Skabbi
Skabbi er ég og ég er Skabbi, höfundur þessarar vefbókar. Sprenglærður af síðum bóka en óharðnaður í lífsins skóla. Hef klifrað í rúman áratug þó árangurinn láti stundum á sér standa. Áður hef ég klifrað víðsvegar á Spáni en þetta er metnaðarfyllsti leiðangurinn til þessa. Ég sé um að drífa þennan flokk áfram, nýbökuðum eiginkonum og smábörnum til lítillar gleði. Ég ætlast til mikils af mér á næstu vikum enda lít ég á þennan leiðangur sem mitt hugarfóstur.